Góðkunningi Lögreglunnar

Jæja, nú er ég búinn að vera í 5 daga á Íslandinu og þetta hafa verið einstaklega ljúfar stundir. Mér finnst ég hafa verið hreint út sagt ofdekraður hérna. Pabbi og Erla héldu svaka fína veislu hérna síðasta laugardag mér til heiðurs og buðu systkinum mínum ásamt nokkrum systkinum mömmu. Erla töfraði fram alveg frábært sjávarréttargratín og svo var súkkulaðikaka frönsk a la Ellen systir. Svo var sest að spjalli og það var ferlega gaman.

Sunnudagur fór nú svona megninu til í að hjúkra höfðinu eftir ótæpilega inntöku af koníaki deginum áður. Þó tókst mér að kíkja á kaffi í nálægri blokk og átti þar góða stund með kaffi upp á gamla mátann og fínu bakarísbakkelsi í mjög góðum félagsskap. Eftir það hélt svo hjúkrun áfram.
Um kvöldið fór ég í frekar miklum kulda í smá göngutúr og endaði í Álfabakka og kíkti í bíó á myndina Stranger than fiction með úrvalsleikurum. Mæli með þeirri ræmu.

Í gær fór ég svo á smá flakk. Kíkti á gamla vinnustaðinn og tókst að móðga nýjan starfsmann þar og hitta gömlu félagana. Mjög gaman að því.
Um kvöldið fór ég svo í mat til Ellenar og fékk eðal mexíkanska súpu með hóflegu magni af cayenne pipar og súkkulaðisyndin ljúfa á eftir.

Í dag svaf ég frameftir eins og góðum dreng sæmir. Svo kíkti ég til Stebba bróður á Burknavöllum í Hafnarfirði. Íbúðin hans er verulega flott og hann er búinn að koma sér vel fyrir. Mjög hlýleg og góð íbúð. Gæti alveg hugsað mér að eiga eina slíka.
Í kvöld var mér svo boðið í læri a la Hlöðver hjá fyrrum tengdó. Alltaf gott að koma þangað og þar sátum við Rúna, Diddi, Hlöðver, Kristófer (sonur Hlöðvers), Guðmundur Ragnar, Rúna "litla" og Heiðrún. Lærið var ljúft og mátulega steikt. Íslenska lambið svíkur ekki. Á eftir var súkkulaði/möndlukaffi og konfekt.

Á eftir kíkti ég á Sólon í góðum félagsskap og átti þar gott spjall við góðan vin. Ég bauð svo upp á smá gleði þegar við vorum að keyra heim. Ég fór yfir á mjöööööög gulu ljósi og fékk að gjöf blá ljós í baksýnisspegilinn. Einstaklega góður endir á mjög góðu kvöldi og gleður mitt litla hjarta að ég muni taka þátt í kostnaði á vorferð lögreglukórsins. Farþega mínum þakka ég skilning og stuðning á þessum mjög svo titrandi tíma.

Lifið heil.

Arnar Thor

Ummæli

Heiðagella sagði…
Sko það borgar sig einfaldlega ekki að vera óheiðarlegur...Og ef mann ætlar að vera það á annað borð, er víst eins gott að gera það almennilega, hefðir átt að taka eina væna O beygju í leiðinni....

En það er þó bót í máli að þú styrkir í staðinn einstaklega gott málefni og vonandi að löggurnar skemmti sér vel á þinn kostnað....

Hilsen Pilsen
Heiðagella
Nafnlaus sagði…
Hæ félagi... Já bláu ljósin eru snild....
Ég hafði þetta sko alvöru þegar þau blikkuðu í mínum spegli,var reyndar búin að keyra soldið lengi þegar ég tók eftir þeim... Hmmm sektin var sko fyrir að stöðva ekki á stöðvunnarskyldu,vera ekki með belti,ekki gefa stefnuljós og ekki með ökuskírteinið.... Var sko bara rétt að skjótast út og ætlaði ekki að stoppa neitt :( demitt en jæja vona bara að þú eigir frábærann tíma hér á klakanum í GÓÐA veðrinu C ja ....
Nafnlaus sagði…

Mæting 7 á morgun fimmtudag.
kv Munda

Vinsælar færslur